Fréttasafn

Raða eftir:

Dagsetningu

Nafni

2020/01/25

Hönnunarteymi valin í samkeppni um brú yfir Fossvog

Matsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar hefur valið sex hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog. Alls bárust umsóknir frá 17 hópum og voru þeir allir metnir hæfir til þátttöku í keppninni. Teymin sem valin voru eru fjölbreytt að samsetningu. Eitt teymið er al-íslenskt, annað er danskt og það þriðja er belgískt - hollenskt. Síðan eru þrjú teymi með ólíkri samsetningu íslenskra og erlendra samstarfsaðila. Teymin sem valin voru til þátttöku í samkeppninni eru:

·Strendingur ehf. með ARUP verkfræðistofu, Knight Architects og Landhönnun

·Efla hf. með Studio Granda

·VSÓ ráðgjöf með Buro Happold, Explorations Architects og Trípóli.

·Wilkinson Eyre með COWI, Basalt arkitektum, Mannvit, Dagný Land-Design og Speirs+Major.

·Ramboll A/S með Dissing+Weitling arkitektum

·Ney & Partners í samstarfi við Alternance architecture, Resource, H+N+S Landscapsarchitecten, Teikn og Magic Monkey

Í framhaldi munu þeir sem valdir voru til þátttöku í samkeppninni fá senda keppnislýsingu þegar lögbundinn frestur er runninn út og í kjölfarið verður gerður bindandi samningur við þá um þátttöku í samkeppninni. Búast má við að niðurstaða í samkeppninni liggi fyrir í maí 2020.

Í auglýstri tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrirum 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir brúarendum beggja megin.

Lesa meira

2020/01/15

Tillögur að Borgarlínustöð við Háskólann í Reykjavík

Í borgarráði var lagður fram samningur sl. fimmtudag en þar kemur fram að biðstöð Borgarlínu við Háskólann í Reykjavík verður innan svæði skólans, yfirbyggð og tengd við núverandi húsnæði HR. Auk þess sem landrými skapast fyrir frekari þróun skólans.

Frekari útfærslur verða kynntar síðar en eins og sjá má á meðfygjandi myndum eru þessar fyrstu tillögur einkar spennandi.

Lesa meira

2020/01/06

Opnun tilboða í brú yfir Fossvog.

Föstudaginn 20. desember 2019 var liðinn umsóknarfrestur um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú á Fossvog.

Ný brú yfir Fossvog mun bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms. Gert er ráð fyrir brúnni í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Á brúnni verður gert ráð fyrir hjóla- og göngustíg ásamt akreinum fyrir almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Ekki er gert ráð fyrir almennri umferð ökutækja um brúna að undanskildum tækjum nauðsynlegum vegna viðhalds, snjóhreinsunar og vegna neyðaraksturs.

Allar þátttökuóskir voru rafrænar og voru opnaðar í viðurvist fulltrúa Borgarlínunnar, Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Mjög góð þáttaka var og bárust óskir um þátttöku frá 17 hönnunarteymum. Bæði frá innlendum og erlendum verkfræði- og arkitektastofum. Í flestum teymum er um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila.

Matsnefnd mun núna fara yfir umsóknirnar og velja 5 teymi til að taka þátt íhönnunarsamkeppninni. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðjanjanúar og að hönnunarsamkeppnin hefjist í framhaldinu.Þau 5 hönnunarteymi sem verða valin munu fá greitt fyrir sitt framlag ísamkeppninni. Að lokinni samkeppni er svo gert ráð fyrir að samið verði viðsigurvegara samkeppninnar um fullnaðarhönnun nýrrar brúar yfir Fossvog.

Umækjendur um þátttöku eru eftirtaldir:

Arkþing Nordic

Dr. techn. Olav Olsen As

EFLA hf.

Ferill verkfræðistofa

Hamar ehf

Hans Tryggvason

Kanon arkitektar

Krabbenhøft & Ingólfsson Aps

Ney & Partners

Rambøll Danmark A/S

Strendingur ehf.

Teiknistofan Tröð

Úti og Inni sf. arkitektar

Verkís

Wilkinson Eyre Architects

VSB Verkfræðistofa

VSÓ ráðgjöf ehf.

Lesa meira

2019/12/12

Hönnun hefst á fyrstu tveim áföngum Borgarlínu Hamraborg – Hlemmur, Ártún – Hlemmur

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Hönnunasrteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum Borgarlínu. Um er að ræða tvær framkvæmdalotur sem alls munu verða um 13 km. Hamraborg – Hlemmur og Ártún – Hlemmur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu tillögur verði tilbúnar í vor.

Hrafnkell Ásólfur Proppé, verkefnastjóri Borgarlínu:

Það er einkar ánægjulegt að ná þessu hönnunarteymi saman, allt úrvals fólk og tilbúið í verkefnið. Þegar afraksturinn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borgarlínan mun hafa jákvæðar breytingar á borgarumhverfið með bættum aðstæðum fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. Jafnframt mun á þeim tíma liggja fyrir tillaga að leiðarkerfi, greining á vagnakostum m.t.t. loftslagsmála, greining á rekstarkostnaði og mat á hagrænum sem samfélagslegum þáttum.

Hönnunarteymið mun heyra undir Verkefnastofu Borgarlínu. Erlendir ráðgjafar frá BRTPlan munu veita hönnunarteyminu sérfræðiráðgjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. BRTPLan starfar í New York í Bandaríkjunum og hefur komið að skipulagi og framkvæmdum kerfa í norður og suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Við hönnun verði horft til samgangna, uppbyggingar húsnæðis og mannlífs.

Leitað var til íslenskra verkfræðistofa og sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu eftir sérfræðingum í hönnunarteymið sem er skipað eftirfarandi sérfræðingum.

Hallbjörn R. Hallbjörnsson, Vegagerðinni

Kristinn H. Guðbjartsson, Verkís

Ingólfur Ingólfsson, Hnit,

Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ

Stefán Gunnar Thors, VSÓ

Edda Ívarsdóttir, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur

Birkir Ingibjartsson, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur

Hildur Inga Rós Raffnsöe, Umhverfissvið Kópavogs

Lesa meira

Hlaða fleiri