Fréttasafn

Raða eftir:

Dagsetningu

Nafni

2020/05/14

Auglýsing um drög að matsáætlun, Borgarlína | Ártúnshöfði - Hamraborg

Borgarlína | Ártúnshöfði - Hamraborg

Auglýsing um drög að matsáætlun

Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun vegna fyrstu lotu Borgarlínu, Ártúnshöfði – Hamraborg.

Í drögunum er m.a. gert grein fyrir:

  • Forsendum og markmiðum Borgarlínu
  • Framkvæmdum vegna Borgarlínu og tillögu að stöðvum
  • Hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum
  • Umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum
  • Gögnum og rannsóknum sem lögð verða til grundvallar matinu

Drögin eru aðgengileg hér. Einnig er vefsjá um verkefnið og matsáætlunina. Þar er jafnframt hægt að koma á framfæri ábendingum og merkja þær á kort.

Þau sem vilja koma á framfæri ábendingum um verkefnið og umhverfismatsvinnu skulu senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að matsáætlun á netfangið borgarlinan@borgarlinan.is eða Borgarlínan, Hamraborg 9, 200 Kópavogur. Jafnframt er hægt að senda ábendingar í vefsjánni.

Verkefnastofan hvetur alla til að kynna sér verkefnið og koma á framfæri ábendingum um framkvæmdina. Frestur til að senda inn ábendingar er til 9. júní n.k.

Lesa meira

2020/05/12

Útboð fyrir for- og verkhönnun

Ríkiskaup auglýsa nú útboð fyrir for- og verkhönnun Borgarlínunnar,Integrated Design Advisor, en skilafrestur tilboða er 8. júní, 2020.

Integrated Design Advisor, eða hönnunarráðgjafi, er stoðráðgjafi sem mun hafa yfirumsjón með for- og verkhönnun á fyrsta áfanga Borgarlínunnar. Einstakt tækifæri til að taka þátt í þróun á umhverfisvænu og skilvirku kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Sjá nánar hér:http://utbodsvefur.is/borgarlinan-integrated-design-advisor/

Lesa meira

2020/05/12

Fjögur tilboð í stoðráðgjöf fyrir Borgarlínuna

Fjögur tilboð, frá bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum,bárust í fyrstu atrennu forvals fyrir stoðráðgjöf fyrir Borgarlínuna. Fyrirtækin sem lögðu fram tilboð eru Egis, Mannvit (ásamt COWI og Arup), Royal Haskoning og Turner & Townsend.

Stoðráðgjöfinfelur í sér að veita leiðsögn og sérfræðiþekkingu á lykilsviðum við uppbyggingu nýs samgöngukerfis fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk stoðráðgjafa felur í sér fjóra meginþætti:

· Stuðningsþjónustu

· Stjórnun á hönnunarferli

· Stjórnun á framkvæmdasvæði

· Afhendingu og ORAT þjónustu

Þrjú fyrirtæki verða valin til frekari samningsviðræðna en gert er ráð fyrir að þeim viðræðum ljúki í september og þá verður tilkynnt um hver varð fyrir valinu.Það fyrirtæki sem hreppir hnossið þarf að vera sveigjanlegt og geta lagað sig að þeim verkefnum og viðfangsefnum sem upp koma og vera verkefnateymi Borgarlínunnar innan handar allan verktímann.

Lesa meira

2020/04/07

Verk- og matslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs

BORGARLÍNAN | ÁRTÚN - HAMRABORG. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavog

Skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu Staðsetning 1. lotu Borgarlínu | Ártúnshöfði - Hamraborg

Frestur til að athugasemda rennur út þann 9. maí 2020 og verða ábendingar og athugasemdir að vera skriflegar. Hægt verður að senda þær á samráðsgáttina, eða borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða á skipulag@kopavogur.is.

Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.

Lesa meira

Hlaða fleiri