Fréttasafn

Raða eftir:

Dagsetningu

Nafni

2020/04/03

Hugmyndasamkeppni um götugögn á Borgarlínustöðvar

Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3 júní og markmið samkeppninnar er að fá fram sterka heildarmynd fyrir Borgarlínustöðvar.

Borgarlínan er samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Hún mun tengja sveitarfélögin og styrkja samgöngur milli þeirra og innan hvers fyrir sig.

Markmið og umfang

Markmið samkeppninnar er að fá fram sterka heildarmynd (konsept) fyrir Borgarlínustöðvar. Á stöðvum Borgarlínunnar skal heildstætt útlit einkenna og aðgreina kerfið frá hefðbundnu strætisvagnakerfi. Götugögnin sem einkenna stöðvarnar skulu hafa samræmt yfirbragð en þjóna mismunandi tilgangi á stöðvunum. Tilgangurinn með samkeppninni er að til verði banki af götugögnum sem hægt er að velja úr eftir þörfum á hverri stöð.
Götugögnin munu einkenna Borgarlínuna í öllum sveitarfélögum og stuðla að betri og heildstæðari borgarbrag. Götugögnin skuli stuðla að auknum gæðum í byggðu umhverfi og hafa jákvæð áhrif á upplifun notenda.

Meginmarkmiðin eru

 • Að þróa heildarhugmynd fyrir Borgarlínustöðvar.
 • Að til verði framleiðslulína af götugögnum sem einkenna munu Borgarlínuna.
 • Að götugagnalínan hafi sterkt heildaryfirbragð.
 • Að götugögnin séu haganlega útfærð með möguleika á mismunandi útfærslum,
  t.d. bekkir með baki, handstoðum, mismunandi lengdum o.þ.h.
 • Að efnisval og útfærsla taki mið af hagkvæmni í framleiðslu, viðhaldi og uppsetningu götugagna.
 • Að götugögnin uppfylli kröfur um algilda hönnun, þá sérstaklega þarfir og upplifun fólks með fatlanir, líkt og sjónskerta, hreyfihamlaða og fleiri. Til hliðsjónar skal hafa leiðbeiningar um algilda hönnun utandyra.Sjá hér.

Þau götugögn sem þarf að útfæra innan línunnar eru:

 • Bekkir
 • Tyllibekkir (leaning rail)
 • Grindverk
 • Handrið
 • Pollar
 • Standar og fletir fyrir upplýsingar, rauntíma og prentaðar.
 • Hjólastæði
 • Ruslastampar
 • Gróðurker
 • Létt skýli (stærri skýli eru undanskilin þessari samkeppni)

Stöðvarpallarnir sjálfir eru ekki hluti af keppninni. Eingöngu er átt við götugögn sem staðsett eru á pallinum og í tengslum við Borgarlínu. Alla jafna skulu götugögnin vera staðsett í götugagnalínu í baklínu stöðvarpallsins og þarf að miða stærðir þeirra útfrá þeirri línu, fjöldi og tegundir götugagna á stöðvum ákvarðast af stærðum og tegundum stöðva (sjá skýringarmyndir hér fyrir neðan).

Nánari upplýsingar má finna á vef Hönnunarmiðastöðvar

Lesa meira

2020/03/30

Kynning á frumdrögum Borgarlínu

Föstudaginn 20. mars sl. fór fram kynningarfundur um stöðu Borgarlínuverkefnisins og annara verkefna samgöngusáttmálans.
Fundinum var streymt og eru upptökur aðgengilegar á Youtuberás Borgarlínu.
https://www.youtube.com/channel/UCcXQhlMGNJhQzXID_vvqXTQ/Dagskrá

Gerð frumdraga fyrstu Borgarlínuframkvæmda
Hrafnkell Á. Proppé verkefnastjóri verkefnastofuUndirbúningur annarra framkvæmda samgöngusáttmálansBergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar og Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri Vegagerðarinnar fyrir höfuðborgarsvæðið og verkefnastjóra á verkefnastofu Borgarlínu.


Umgjörð samgöngusáttmálans
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri

Lesa meira

2020/01/25

Hönnunarteymi valin í samkeppni um brú yfir Fossvog

Matsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar hefur valið sex hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog. Alls bárust umsóknir frá 17 hópum og voru þeir allir metnir hæfir til þátttöku í keppninni. Teymin sem valin voru eru fjölbreytt að samsetningu. Eitt teymið er al-íslenskt, annað er danskt og það þriðja er belgískt - hollenskt. Síðan eru þrjú teymi með ólíkri samsetningu íslenskra og erlendra samstarfsaðila. Teymin sem valin voru til þátttöku í samkeppninni eru:

·Strendingur ehf. með ARUP verkfræðistofu, Knight Architects og Landhönnun

·Efla hf. með Studio Granda

·VSÓ ráðgjöf með Buro Happold, Explorations Architects og Trípóli.

·Wilkinson Eyre með COWI, Basalt arkitektum, Mannvit, Dagný Land-Design og Speirs+Major.

·Ramboll A/S með Dissing+Weitling arkitektum

·Ney & Partners í samstarfi við Alternance architecture, Resource, H+N+S Landscapsarchitecten, Teikn og Magic Monkey

Í framhaldi munu þeir sem valdir voru til þátttöku í samkeppninni fá senda keppnislýsingu þegar lögbundinn frestur er runninn út og í kjölfarið verður gerður bindandi samningur við þá um þátttöku í samkeppninni. Búast má við að niðurstaða í samkeppninni liggi fyrir í maí 2020.

Í auglýstri tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrirum 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir brúarendum beggja megin.

Lesa meira

2020/01/15

Tillögur að Borgarlínustöð við Háskólann í Reykjavík

Í borgarráði var lagður fram samningur sl. fimmtudag en þar kemur fram að biðstöð Borgarlínu við Háskólann í Reykjavík verður innan svæði skólans, yfirbyggð og tengd við núverandi húsnæði HR. Auk þess sem landrými skapast fyrir frekari þróun skólans.

Frekari útfærslur verða kynntar síðar en eins og sjá má á meðfygjandi myndum eru þessar fyrstu tillögur einkar spennandi.

Lesa meira

Hlaða fleiri