Borgarlínan í Malmö

Í sænsku borginni Malmö hefur verið unnið að innleiðingu BRT kerfis sem kallast MalmöExpressen í fimm áföngum. Fyrsti áfanginn var tekinn í notkun árið 2015 en það er „lína 5“ sem ekur að jafnaði í 70% í sérrými og afganginn í blandaðri umferð. Annar áfangi verður tekinn í notkun á næsta ári.

Í framtíðinni mun MalmöExpressen ferðast frá Vesturhöfninni (Västra hamnen) til syðri hluta borgarinnar í Lindängen og munu vagnarnir ganga fyrir rafmagni.

Rétt eins og fyrirhugað er með Borgarlínuna munu leiðir strætisvagnanna breytast í „MalmöExpressen“ samhliða uppbyggingu sérrýma. Í Malmö búa um 330.000 manns.