Borgarlína Lota 1, Suðurlandsbraut – Laugavegur í hönnunarútboð

Vegagerðin hefur boðið út hönnun Borgarlínunnar Lotu 1 eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi. Um er að ræða forhönnun á einum verkhluta og verkhönnun á alls sex verkhlutum. Verkmörk eru frá austari enda Suðurlandsbrautar, það er að segja Suðurlandsbraut 72, að gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar, á alls um 3,7 km kafla. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en nóvember 2025. Boðið er út á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innifalið í verkinu er m.a. hönnun gatna, gatnamóta sem ýmist eru ljósastýrð eða ekki, stíga, gangstétta, gróðursvæða, lýsingar, ofanvatnslausna, aðlögun borgarlínustöðva að umhverfi og gerð útboðsgagna. Val á bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 24. maí 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júní 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 9. júlí 2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.