Frumdrög Borgarlínu um Hamraborg komin í útboð

Vegagerðin hefur boðið út vinnu við frumdrög Borgarlínu um Hamraborg eftir Hafnarfjarðarvegi. Verkefnið felur meðal annars í sér frumdrög að borgarlínuleiðum og staðsetningu og útfærslu stöðva/r við Hamraborg.

Samkvæmt útboðinu skal gera útfærslu af legu Borgarlínu, ásamt staðsetningu og útfærslu stöðva, tillögu að götusniðum og leiðum fyrir gangandi vegfarendur. Einnig skal gera drög að kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdakostnaði verksins.  

Verkmörk í norðri eru á Hafnarfjarðarvegi við sveitarfélagsmörk Reykjavíkur og Kópavogs og sunnanmegin á Hafnarfjarðarvegi við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar.  

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Til stendur að opna þau tilboð sem berast þann 6. júní 2023.

Hér má finna nánari upplýsingar.

Hamraborg er mikilvæg samgöngumiðstöð, sem tengir alla ferðamáta og verður tengipunktur í leiðarneti Borgarlínunnar og Strætó. Hamraborg tengir einnig saman framkvæmdalotu 1, 2 og 4, eða þrjár af sex lotum Borgarlínunnar.

Lota 1 Hamraborg-Ártúnshöfði

Lota 2 Hamraborg-Lindir

Lota 4 Fjörður-Miklabraut (með viðkomu í Hamraborg)