Borgarlínan á vef Reykja­vík­ur­borgar

Reykjavíkurborg hefur opnað nýjan upplýsingavef um Borgarlínuna, sem er fróðlegur og aðgengilegur.

Á vef Reykjavíkurborgar er farið ítarlega yfir hvað felst í Borgalínunni fyrir borgarbúa og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þar kemur fram að eitt af lykileinkennum Borgarlínunnar er að hún ferðast að mestu um í sérrými með forgangi á gatnamótum. Það þýðir að ferðatíminn styttist þar sem vagnar Borgarlínunnar munu komast leiðar sinnar á háannatíma, þrátt fyrir umferðartafir. Ferðatíðnin verður einnig aukin frá því sem nú þekkist í almenningssamgöngum.

Einnig eru á vefnum skýringarmyndir varðandi Borgarlínuna, farið er yfir þróun borgarinnar, sagt frá hvar helstu uppbyggingasvæði í Reykjavík eru, hvaða áhrif Borgarlínan kemur til með að hafa á lýðheilsu íbúa, heimilisbókhaldið og fleira. Auk þess er helstu spurningum um Borgarlínuna svarað.

Vef Reykjavíkurborgar má skoða hér.