Skipulags­breytingar vegna Borgarlínu kynntar í samráðsgátt stjórnvalda

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt sameiginlega verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar felst í að staðsetja legu fyrstu lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík, ásamt fyrirhuguðum breytingum á Sæbraut og Miklubraut.

Þetta er í fyrsta skipti sem samráðsgátt stjórnvalda er notuð til að kynna skipulagsbreytingar á vegum sveitarfélaga en Borgarlínuverkefnið er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og því liggur beint við að nýta gáttir beggja aðila í samráðsferlinu.

Verk- og matslýsingar verkefnisins verða í kynningu frá 7. apríl til og með 9. maí og verður hægt að nálgast þær á eftirfarandi slóðir:
samradsgatt.island.is;
borgarlinan.is;
kopavogur.is
;
reykjavik.is/skipulag-i-kynningu
;adalskipulag.is.

Frestur til að athugasemda rennur út þann 9. maí 2020 og verða ábendingar og athugasemdir að vera skriflegar. Hægt verður að senda þær á samráðsgáttina, eða borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða á skipulag@kopavogur.is. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.

Auglýst eftir verkefnaráðgjafa

Á vegum verkefnastofu Borgarlínu er nú einnig auglýst eftir stoðarráðgjafa á EES svæðinu sem hefur reynslu af uppbyggingu hraðvagnakerfum (BUS Rapid Transit) frá frumhönnun og fram að þjónustu. Viðkomandi mun verða verkefnastofu til ráðgjafar við hönnun Borgarlínu og er í auglýsingunni miðað við að ráðningin taki til fyrstu lotu Borgarlínu sem eru 13 km. með möguleika á frekari störfum við framhald verksins. Hægt er að nálgast auglýsingunaá útboðsvef Ríkiskaupa:

http://utbodsvefur.is/borgarlinan-project-advisor/