Forgangsakstur neyðarbíla í sérrými Borgarlínu til að stytta viðbragðstíma

Fjölgun íbúa og bygginga á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt til tíðari útkalla slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, aukið álagið á gatnakerfið og lengt viðbragðstíma neyðarbíla. Til að mæta þessari þróun hefur stjórn slökkviliðsins hefur samþykkt tillögur um fjölgun og staðsetningu slökkvistöðva. Samráð hefur verið haft við Betri samgöngur vegna forgangsaksturs í sérrými Borgarlínunnar.

Ásýndarmynd af Fossvogsbrú sem er hluti af Borgarlínunni og nýtast mun fyrir forgangsakstur neyðarbíla.

Ásýndarmynd af Fossvogsbrú sem er hluti af Borgarlínunni og nýtast mun fyrir forgangsakstur neyðarbíla.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um helgina segir að tillögurnar marki framfaraskref fyrir komandi ár og áratugi. Undirbúningur sé meðal annars hafinn að byggingu tveggja nýrra slökkvistöðva, við Tónahvarf í Kópavogi og á Völlunum í Hafnarfirði. Nýju slökkvistöðvarnar verða reistar í grennd við áætlað leiðarkerfi Borgarlínunnar sem verður með forgangsreinum í sérrými sem slökkvi- og sjúkrabílar geti notað í forgangsakstri. Við það styttist verulega viðbragðstími neyðarbíla á annatíma í umferðinni. Í brunavarnaáætlun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kemur fram að reynsla slökkviliðisins af notkun sérrýmis strætó á Miklubraut í Reykjavík hafi verið góð.

Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú sem er hluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar hófust í janúar og áætlað er að brúin verði tilbúin til notkunar haustið 2028. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs.

Allar helstu upplýsingar um framkvæmdir við Fossvogsbrú má nálgast á sérstakri vefsíðu: borgarlinan.is/framkvaemdir