Öryggi vegfarenda var í fyrirrúmi við hönnun Fossvogsbrúar og mjúkar línur hennar sérstaklega hannaðar til að brjóta vindinn vel. Þá eru vegleg handrið, 140 sentimetra há, sem ramma inn alla leiðina yfir brúnna, brjóta vind og tryggja öryggi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Fossvogsbrú uppfyllir alla íslenska og evrópska staðla fyrir brýr sem standa fyrir opnu hafi. Til greina kemur að setja upp lokunarpósta við brúna sem nýta megi í verstu veðrum.
Ásýndarmynd af Foossvogsbrú.
Framkvæmdir við landfyllingar fyrir Fossvogsbrú hafa staðið yfir frá því í janúar og tilboð í sjálfa brúarsmíðina voru opnuð á dögunum. Yfirferð tilboða stendur yfir en Betri samgöngur hafa frest til 24. nóvember til að svara þeim. Fyrirhugað er að brúarsmíði hefjist næsta vor og að opnað verði fyrir umferð um Fossvogsbrú haustið 2028.
Í ljósi umræðu sem verið hefur um veðurfar í Fossvogi og öryggi vegfarenda yfir Fossvogsbrú er rétt að fara yfir nokkur atriði.
Veðurfar og vindmælingar:
Hönnun:
Eitt af útlitseinkennum er þrívíður jaðarbiti sem gefur brúnni sterkan svip. Vegna hönnunar arkitekts brúarinnar er staðan breytileg á handriðinu með tilliti til jarðarbitans eftir því hvar á brúnni er. Ferill jaðarbitans breytist mjúklega í lögun og hæð (frá háu í lágt og aftur í hátt) eftir endilangri brúnni, en hæð handriðsins er föst í 1,40 metrum.
Hér fyrir neðan er jaðarbitinn hærri en handriðið.
Áningarstaðir:
Við göngustíg austan megin á Fossvogsbrú er gert ráð fyrir áningarstöðum sem hönnuðir kalla „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Gert er ráð fyrir þremur slíkum áningarstöðum.
Um er að ræða einingar með bekkjum. Þær eru einnig breytilegar að hæð, en hámarkshæð þeirra er 1,40 metrar að hæð og alls staðar er veglegt handrið fyrir aftan.
Sambærilegt handrið
Til betri glöggvunar á handriðum brúarinnar má líta á þessa göngu- og hjólabrú yfir Hringbraut í Reykjavík sem er með handrið í sömu hæð og ráðgert er að verði á Fossvogsbrú eða 140 sentimetrar.
Göngu- og hjólabrú yfir Hringbraut í Reykjavík. Handrið er 1,4 metrar að hæð.