Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Hönnunasrteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum Borgarlínu. Um er að ræða tvær framkvæmdalotur sem alls munu verða um 13 km. Hamraborg – Hlemmur og Ártún – Hlemmur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu tillögur verði tilbúnar í vor.
Hrafnkell Ásólfur Proppé, verkefnastjóri Borgarlínu:
Það er einkar ánægjulegt að ná þessu hönnunarteymi saman, allt úrvals fólk og tilbúið í verkefnið. Þegar afraksturinn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borgarlínan mun hafa jákvæðar breytingar á borgarumhverfið með bættum aðstæðum fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. Jafnframt mun á þeim tíma liggja fyrir tillaga að leiðarkerfi, greining á vagnakostum m.t.t. loftslagsmála, greining á rekstarkostnaði og mat á hagrænum sem samfélagslegum þáttum.
Hönnunarteymið mun heyra undir Verkefnastofu Borgarlínu. Erlendir ráðgjafar frá BRTPlan munu veita hönnunarteyminu sérfræðiráðgjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. BRTPLan starfar í New York í Bandaríkjunum og hefur komið að skipulagi og framkvæmdum kerfa í norður og suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Við hönnun verði horft til samgangna, uppbyggingar húsnæðis og mannlífs.
Leitað var til íslenskra verkfræðistofa og sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu eftir sérfræðingum í hönnunarteymið sem er skipað eftirfarandi sérfræðingum.
Hallbjörn R. Hallbjörnsson, Vegagerðinni
Kristinn H. Guðbjartsson, Verkís
Ingólfur Ingólfsson, Hnit,
Svanhildur Jónsdóttir, VSÓ
Stefán Gunnar Thors, VSÓ
Edda Ívarsdóttir, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Birkir Ingibjartsson, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Hildur Inga Rós Raffnsöe, Umhverfissvið Kópavogs