Texti úr tillögu
Hugmynd höfunda miðar að hagkvæmri grunngerð brúar og áhugaverðri hugmyndafræði. Byggt er á tilvísun í íslensku bryggjuna; plata á stöpplum/bitum með hæfilega stuttum spennivíddum. Þannig ber brúin sterk einkenni látlausrar bryggju þvert yfir voginn. Hálfgegnsær vindskermur sem bylgjast með austurhlið brúarinnar verður með lágstemmdri lýsingu eitt helsta einkenni mannvirkisins austan megin og sterkt kennileiti í borgarmyndinni.
Íslenska bryggjan hefur sterka tengingu við lífið við sjóinn og kallast skemmtilega á við nútímann og lífið í Fossvoginum. Á svæðinu má ennfremur greina leyfar gamallar bryggju sem þjónaði olíuflutningum (sbr. mynd) sem skapar áhugaverða sögulega tengingu við fyrri tíma. Súluundirstöður mynda uppbrotna og fjölbreytta sjónræna tilvísun í undirstöður hefðbundinna bryggja. Með einfaldleikann að leiðarljósi, er sköpuð lágstemmd ásýnd – látlaus bryggja aðlöguð að nærumhverfinu.
Bjóðandi
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Byggingarverkfræðingur
Akritekt
Landslagsarkitekt