Tillaga

Innsend tillagaTvílyft brú yfir Fossvog · 7083170

Texti úr tillögu

Staðsetning nýju Fossvogsbrúarinnar er afar sérstök. Nærumhverfi brúarinnar er mótað af náttúrulegri strandlínu og fegurð Fossvogsins. Í fjarlægð mynda Hallgrímskirkja og Háskólinn í Reykjavík mótvægi við náttúru vogsins og minna okkur á að við erum nálægt miðborginni. Til þess að vera í samhengi við umhverfi sitt þarf nýja Fossvogsbrúin að vera virðuleg og í jafnvægi við náttúru svæðisins.

Náttúrulega umhverfið er ástæðan fyrir ákvörðun okkar að hanna út frá klassískum formum bogabrúar, þar sem mjúkar línur og grunn kostir boga hafa náttúrulega tilhneigingu til að vera í jafnvægi við umhverfið. Við leggjum til að þvera Fossvog með þremur bogum, með aukinni lengd í miðjunni. Útfærslan minnir á hefðbundnar íslenskar bogabrýr eins og hina virðulegu Hvítárbrú í Borgarfirði. Hin óvenjulega sam- setning mjúkra boga og hugmyndafræðin að baki tvílyftu brúnni mun gera hina nýju Fossvogsbrú að grípandi kennileiti í umhverfi Reykjavíkur og Kópavogs.

Fossvogurinn er þveraður í þremur stórum skrefum. Hlut- föll boganna tengjast innbyrðis í gullinsniði, sem gerir miðju vogsins opna og bjóðandi. Hæð brúarinnar er ákveðin út frá hindrunarflötum flugvallarins.

Teymið

Bjóðandi

Ney & Partners – bxl s.a.

Byggingarverkfræðingur

Laurent Ney

Arkitekt

Joris Smits

Landslagsarkitekt

Halldór Jóhannsson

Sjá innsendingu teymis

Sækja PDF