Verkefnastofa Borgarlínu tekur til starfa

Verkefnastofa Borgarlínu hefur tekið formlega til starfa og mun sinna undirbúningi fyrir fyrsta áfanga Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastofan starfar á grundvelli samnings Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem lagður var grunnur að í samgönguáætlun. Samkomulagið felur í sér að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðin skipta með sér kostnaði vegna undirbúningsvinnunnar á árunum 2019 og 2020 og brúa þannig bil þar til samkomulag hefur náðst um fyrirkomulag og fjármögnun á öllum samgöngukerfum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin.

Verkefni stofunnar er að ljúka forhönnun Borgarlínu, yfirfara leiðarkerfi almenningssamgangna, kostnaðarmat, skipulagsvinna og gerð umhverfismats, þannig að í framhaldinu verði hægt að hefja verkhönnun og undirbúa gerð útboðsgagna fyrir framkvæmdir.”, “Stýrihópur eigenda fer með yfirstjórn Verkefnastofunnar og tryggir sterkt eignarhald verkefnisins. Framkvæmdastjórn þess er í höndum framkvæmdastjóra SSH og forstjóra Vegagerðarinnar en verkefnisstjóri er Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri hjá SSH.

Á verkefnastofunni eru þrír verkefnastjórar sem mynda verkefnateymi, þau Bryndís Friðriksdóttir samgönguverkfræðingur, Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur. Verkefnateymið mun njóta stuðnings sérfræðinga Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna og Strætó bs. Í undirbúningsferlinu verður jafnframt leitað til utanaðkomandi ráðgjafa, bæði innlendra og erlendra.