Þrjú hönnunarteymi komust áfram á næsta stig útboðsferlisins í forvali fyrir for- og verkhönnun Borgarlínunnar en þau hafa öll umtalsverða reynslu af sambærilegum verkefnum. Átta hönnunarteymi tóku þátt í fyrsta stigi forvalsins en um er að ræða fyrsta áfanga Borgarlínunnar sem felur í sér uppbyggingu brauta frá Ártúnshöfða niður í miðbæ Reykjavíkur og þaðan framhjá HÍ, HR og yfir í Kársnes að Hamraborg í Kópavogi.
Teymin þrjú sem komast nú áfram eru öll samstarfsteymi íslenskra og erlendra fyrirtækja:
Þau fara nú í samningaviðræður og skila tilboðum í haust en endanleg niðurstaða útboðsins mun liggja fyrir í nóvember.
Hér að neðan má finna dæmi um sambærileg verkefni sem teymin þrjú hafa tekið þátt í:
Artelia í samstarfi við MOE, Hnit, Gottlieb Paludan og Yrki arkitekta
Lens hraðvagnakerfið í Norður FrakklandiArtelia leiddi hönnunarteymið sem sá um alla hönnunarvinnu á hraðvagnakerfi við Lens. Hraðvagnakerfið er umhverfisvænt, með vetnisknúnum vögnum, og línurnar tvær ná yfir 115 sveitarfélög og 68 km.
Léttlestarkerfi á Kaupmannahafnarsvæðinu (The Greater Copenhagen Light Rail)
MOE sá um alla grunnhönnunfyrir framkvæmdaraðilann, Per Aarsleff A/S, og fullkláraða forhönnun . MOE sá einnig um forkönnun fyrir léttlestarkerfi og var Hovedstadens Light Rail til ráðgjafar um val á vagnkerfi.
Pau BRT hraðvagnakerfi í Pýreneafjöllum Frakklands
Arelia leiddi hönnunarteymið fyrir heildarhönnun og yfirumsjá framkvæmda fyrir Pau BRT hraðvagnakerfið og alla innviði þess. Kerfið er eitt fyrsta kerfi vegnisvagna og nær yfir 6,8 km, 14 stöðvar og þjónar um 10.000 farþegum á degi hverjum. Verkefnið hefur unnið til fjölda verðlauna.
Efla í samstarfi viðRambøll og Mott MacDonald:
Metrobuss í Þrándheimi, Noregi.Hraðvagnakerfið Metrobuss í Þrándheimi er um margt sambærilegt Borgarlínunni enRambølltók þátt í verkefninu frá frumstigum að lokahönnun. Stofan hannaði og bjó til svæðisskipulag (zoning plans) fyrir um það bil 20 biðstöðvar, hannaði sérreinar og vegi og tvær aðalstöðvar (PT hub).
Stækkun léttlestarkerfis Bergen í NoregiMott MacDonald ogRambøll sáu um verkhönnun á þriðja fasa stækkunar léttlestarkerfis Bergenar að Flesland flugvellinum og var síðar falið að hanna nýja bækistöð(depot). Teymið tók þátt í verkefninu frá frumstigum að lokahönnun og leiddi hönnunarvinnu á 7,8 km af tvöföldu spori og sjö stöðvum, auk fjölda brúa og ganga.
Nottingham Express Transit (NET) í Nottingham, Bretlandi.Fasi 2 í uppbyggingu NET kerfisins í Nottingham er 13 km stækkun á núverandi sporvagnakerfi. Mott MacDonald kom að verkefninu frá matsvinnu og forhönnun að lokahönnun.
Sweco í samstarfi við Verkís, ITP og Gláma Kím arkitekta
MalmöExpressen hraðvagnakerfi í Malmö, Svíþjóð.Sweco tók þátt í uppbyggingu á línu 5 í á MalmöExpressen, allt frá forhönnun og gerleikakönnun að nákvæmri hönnun á innviðum gatnakerfisins. Í framhaldi af þessari vinnu hefur Sweco skrifað undir samninga við sveitarfélag Malmö vinnu að næstu áföngum stækkunar kerfisins.
Kyiv Bus Rationalization og hraðvagnaþróun í Kiev, ÚkraínuSweco þróaði umfangsmiklar endurbætur á netkerfi almenningssamgangna í Kiev til að bæta þjónustu við notendur og auka skilvirkni kerfisins. Að auki vann Sweco að borgarskipulagningu til að tengja saman ólíka borgarhluta sem hluti af þróun almenningssamgangnakerfisins. Þá sá teymið um fýsileikakönnun á hraðvagnakerfi og léttlestarkerfi, og í framhaldi þess um forhönnun fyrir lagningu léttlestarkerfis (LRT) á leið sem lá um fjölfarnar götur með fjölmörgum tengingum við önnur samgöngukerfi.
Léttlest í Lundi, SvíþjóðSweco framkvæmdi fýsileikakönnun fyrir nýja línu sporvagnakerfisinsí Lundi sem liggur frá aðalstöðinni að European Spallation Source. Sweco útbjó hönnunarforsendur línunnarauk þess að vinna frumdrög og verkhönnun.