Brú yfir Fossvog, hönnun­ar­sam­keppni – forval

Mikilvægur áfangi í leiðarkerfi Borgarlínu.

Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg óska eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog. Brúin mun tengja saman Kópavog við Reykjavík þar sem Borgarlína, gangandi og hjólandi vegfarendur munu ferðast yfir hana.

Hægt er að fræðast nánar um forvalið á vef Vegagerðarinnar.