Tillaga Yrki arkitekta, Dagný Land Design og Hnit verkfræðistofu Ný byggð ofan á stokknum tengir saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðumýri og Hlíðarenda, bindur saman hverfin og gerir ráð fyrir nýjum hverfiskjarna – kjarnastöð Borgarlínu. Kjarnastöðin býður upp á þjónustu fyrir íbúa og skapar nýjan segul á svæðið. Stóru útivistarsvæðin Klambratún og Öskjuhlíð eru tengd saman gegnum Hlíðarenda með minni almenningsgörðum og torgum þar sem stígur leiðir fólk áfram. Eitt megin markmið er að ný byggð falli sem best að nærliggjandi hverfum og tengi þau saman á rökréttan hátt. Þannig tekur nýja byggðin mið af aðliggjandi hverfum svo hæðir og umfang húsa falli vel að núverandi byggð