Tillaga Teiknistofunnar Tröð, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar Áherslan er á samþættingu byggðar í Hlíðunum, Norðurmýri, Þingholtum og Hlíðarenda og á vistvænar samgöngur, blandaða byggð í mannlegum mælikvarða og aðgengi að fjölbreyttum almenningsrýmum. Hverfi norðan og sunnan Miklubrautar sameinast nýju hverfi á Hlíðarenda og Landspítalalóð ásamt nýju hverfi ofan á stokk. Með tilkomu stokksins er lögð til ný samgöngumiðstöð, Miklatorg/(stóri Hlemmur), ofan og neðanjarðar. Þar er meðal kjarnastöð Borgarlínu ásamt margbreytilegri starfsemi, verslun og þjónustu.