BorgarlínanFrumdrög að fyrstu lotu

→ Ártúnshöfði → Suðurlandsbraut
→ Hlemmur → Miðborg → HÍ
→ BSÍ → Fossvogur → Kársnes → Hamraborg →

Með skýrslunni eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgar­línu­fram­kvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgar­línunnar. Sú vinna byggir á ítarlegri rannsókn­arvinnu og greiningum á samgöngukerfi höfuðborg­ar­svæð­isisns og þróunarásum þess.

Í skýrslunni er að finna vel ígrundaðar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnun­arvinnu og þau formlegu ferli sem eru nauðsynlegur undanfari að endanlegri ákvörðun um framkvæmdirnar.

 

Ljósmyndir af prentuðu eintaki eftir: Anna Margrét Árnadóttir
Innihald

Efnistök skýrslu

Ásamt því að vera frumdraga­skýrsla þá er skýrslan hugsuð til að hjálpa fólki að skilja hvað Borgarlínan er og hvernig hún, sem umbreyt­ingarafl, getur hjálpað til við að bæta samgöngur allra ferðamáta á höfuðborg­ar­svæðinu.
Skýrslunni er skipt í fjóra hluta.

  • Fyrsti hluti fjallar um leiðarljós og forsendur Borgar­línunnar og tengdra framkvæmda. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum stjórnvalda og helstu stefnum sem hafa leitt til þess að unnið er að undirbúningi Borgar­línunnar.
  • Annar hluti skýrslunnar eru þær hönnun­ar­for­sendur sem stuðst er við í mótun 1. lotu.
  • Í þriðja hluta skýrslunnar er gerð grein fyrir frumdrögum að 1. lotu Borgar­línunnar, þ.e. fyrstu tillögum að hönnun og legu Borgar­línunnar.
  • Síðasti hluti skýrslunnar fjallar um framkvæmdir og næstu skref uppbyggingar á höfuðborg­ar­svæðinu skv. Samgöngusátt­málanum.
Ný kennileiti

Borgar­línu­stöðvar

Borgar­línu­stöðvar verða ný kennileiti fyrir höfuðborg­ar­svæðið og er mikilvægt að þær verði vandaðar, aðlaðandi og aðgengilegar. Við þær skapast víða möguleikar á uppbyggingu verslunar og þjónustu og verða þær mikilvægir útgangspunktar í þróun nýrra hverfiskjarna.

Dæmi um almenna stöð
Dæmi um tengistöð
Dæmi um stóra tengistöð
Ólíkir ferðamátar

Göturými

Í skýrslunni er m.a. farið yfir hvaða götusniði er mælt með fyrir hvern legg fyrir sig. Göturýmið getur verið ólíkt eftir staðháttum, en þó er alltaf leitast við að nálgast „kjörsnið“ Borgar­línunnar, sem tryggir öllum fararmátum góða innviði með áherslu á gera umhverfið bæði grænt og aðlaðandi.

Borgar­línu­brautir verða oftast miðlægar og akbrautir beggja vegna. Sú útfærsla er algengust í nýlegum hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfum en þannig eru tafir almenn­ings­sam­gangna lágmarkaðar og hægt er að tryggja gott aðgengi er að stöðvum.

Teikningar að uppfærðum gatnamótum

Tillögur að breyttum gatnamótum

Gatnamót munu víða breytast við uppbyggingu Borgar­línunnar. Á ljósastýrðum gatnamótum ekur Borgarlínan oftast í miðlægu sérrými en þá er aðeins skörun við bílaumferð sem beygir til vinstri. Leitast verður við að sleppa vinstri beygjum til að tryggja greiðfærni Borgar­línunnar og um leið fækka bágapunktum, auka umferðaröryggi og skörun Borgar­línunnar við aðra umferð.

Gatnamót á Ártúnshöfða
Gatnamót á Laugarvegi og Katrínartúni
Gatnamót á Kársnesi
Gatnamót á Hlíðarenda
Útgjöld og kostnaður Borgarlínu

Samantekt og kostnað­ar­áætlun 1. lotu

Fyrsta lota Borgar­línunnar er um 14 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi, þar af verða rúmlega 11 km í sérrými. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 24 stöðvum, en það kann að breytast í hönnun­ar­ferlinu. Framkvæmda­kostnaður við 1. lotu Borgar­línunnar er áætlaður 24,9 milljarðar.

Samhliða uppbyggingu á Borgar­línunni er gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum.

Með umbreytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði þess, með gott aðgengi og grænt, aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi.

Vatnsmýrin séð úr borgarlínuvagni.

Verkefnateymið

Birkir Ingibjartsson
Arkitekt, Reykjavíkurborg
Ingólfur Ingólfsson
Byggingarverkfræðingur, Hnit verkfræðistofa
Bryndís Friðriksdóttir
Samgönguverkfræðingur, Vegagerðin
Kristinn H. Guðbjartsson
Byggingarverkfræðingur, Verkís
Edda Ívarsdóttir
Borgarhönnuður, Reykjavíkurborg
Lilja G. Karlsdóttir
Samgönguverkfræðingur, Reykjavíkurborg
Hallbjörn R. Hallbjörnsson
Verkefnisstjóri frumdraga, Vegagerðin
Ragnheiður Einarsdóttir
Samgöngusérfræðingur, Strætó
Hildur Inga Rós
Arkitekt, Kópavogsbær
Stefán Gunnar Thors
Umhverfishagfræðingur, VSÓ Ráðgjöf
Hrafnkell Á. Proppé
Skipulagsfræðingur, SSH og Vegagerðin
Svanhildur Jónsdóttir
Samgönguverkfræðingur, VSÓ Ráðgjöf
Textaskrif og yfirlestur
Verkefnateymið, Athygli
Kynningarmál
Athygli
Hönnun og forritun
Kolofon
Kort
Verkefnateymi, Kolofon
Skýringamyndir
Kolofon
Teikningar
Snorri Eldjárn
Lestu skýrsluna

Borgarlínan Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög

Í skýrslunni er fjallað ítarlega um forsendur og frumdrög á fyrstu framkvæmdalotu Borgar­línunnar. Meðal annars er farið yfir væntanleg áhrif hennar á umhverfi, samfélag og efnahag, hönnun­ar­for­sendur og tillögur að leiðum og stöðvum.